Sigur Emins Kadri í sínum öðrum atvinnu hnefaleikabardaga.
- VBC
- Mar 2
- 1 min read
Emin Kadri Eminsson sigraði sinn annan bardaga í atvinnu hnefaleikum 40 - 36 á móti Cease Aguillar Valdovinos þann 22. febrúar í Tijuana Mexíkó.
Fyrsti hnefaleikabardagin Emins fór einnig fram í Mexíkó í september árið 2024 þar sem hann sigraði heimamanninn Isaías Reyes örugglega.
Emin sem hefur gert Ameríku að sínu öðru heimili, hann fór út um miðjan janúar og æfir nú í Top Rank í Las Vegas þar sem stjörnur úr boxheiminunum á borði við Terrance Crawford, Keyshawn Davis og Shakur Stevenson æfa.
Emin segir að það sé draumi líkast að geta æft í kringum alla þessa heimsmeistara og er staðráðinn í að fá að keppa á Íslandi einn daginn en atvinnuhnefaleikar hafa verið bannaðir hér í 69 ár.
Næsti atvinnubardagi Emins er 5 apríl í Guadalajara í Mexíkó en eftir það kemur hann aftur heim til Íslands.
Meðfylgjandi er mynd af Emin.
Hægt er að fylgjast með Emin í gegnum instagram þar sem hann deilir undirbúning og öðru efni.
Comentarios